Iðn- og tæknifræðideild
Deildarforseti:Ásgeir Ásgeirsson
KennararSkoða
Diplóma í rafiðnfræði
Annir:6
Ár:3
Einingar:90
Um námsleiðinaHagnýtt fjarnám fyrir fólk með sveinspróf í rafiðngrein. Í náminu er m.a. fjallað um iðntölvustýringar, raflagnahönnun, reikningshald, stjórnun og rekstur, og rafeindatækni ásamt hagnýtu lokaverkefni. Lögverndað starfsheiti: iðnfræðingur. Veitir meistararéttindi.
HæfniviðmiðSkoða
Námsstig1
Táknmyndir
Skyldufag á brautKennslutungumál
Valfag á brautUndanfarar fyrir námskeið
Prenta
Vorönn/Spring 2024
Nánari upplýsingarKennslufræðiSkyldaAI KFR10024 Einingar
Ár
1. árPrenta
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Guðmundur Hreinsson
Lýsing
Nemandi þekki námskröfur og uppbyggingu náms til sveinsprófs í iðngrein sinni og viti hvernig skóli og fyrirtæki þurfa að vinna saman að menntun einstaklingsins. Þekki réttindi og skyldur iðnmeistara og iðnnema á náms- og starfsþjálfunarsamningi. Viti hvernig meistari geti búið iðnnema, æskileg skilyrði til náms og þroska í fyrirtækinu og kunni aðferðir til að miðla þekkingu og annast handleiðslu í samræmi við námsþarfir nemans og námskröfur iðngreinarinnar. Þekki helstu aðferðir kennslufræði og námsmats og geti skipulagt endurmenntun í samræmi við þarfir fyrirtækis.
Námsmarkmið
Að loknu námskeiði er ætlast til að nemendur hafi öðlast eftirfarandi þekkingu, leikni og hæfni.Þekking:  Við lok námskeiðs mun nemandi hafa þekkingu á:
  • ákvæðum laga og reglugerða er varða iðnmenntun á Íslandi.
  • algengum aðferðum við fræðslu og þjálfun ólíkra einstaklinga.
  • helstu kenningum um nám, kennslu og félagsleg samskipti.
  • helstu aðferðum við mat á árangri þjálfunar og frammistöðu í starfi.
  • námskröfum og uppbyggingu náms til sveinsprófs í iðngrein sinni samkvæmt aðalnámskrá.
  • ákvæðum iðnnámssamninga um réttindi og skyldur iðnmeistara og iðnnema.
  • kennslu, leiðsögn og námskröfum á fagsviði sínu.
  • helstu sí- og endurmenntunarstofnunum á Íslandi.
Leikni:  Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa leikni í:
  • setja fram einföld markmið fyrir tiltekinn þjálfunarþátt í iðngrein sinni.
  • velja viðeigandi aðferðir við þjálfun og mat á frammistöðu.
  • skipuleggja afmarkað þjálfunarferli.
  • greina færnikröfur starfa og einstakra verkþátta í iðngrein sinni.
  • skipuleggja þjálfun í einstökum þáttum, velja viðeigandi aðferðir við leiðsögn og mat og beita þeim aðferðum.
  • skrá frammistöðu iðnnema á skipulegan hátt.
  • meta þekkingarþörf fyrirtækis og þekkingu starfsmanna.
Hæfni:  Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa hæfni:
  • hagnýta þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér um kennslu og leiðsögn iðnnema og nýrra starfsmanna á vinnustað.
  • meta námsþarfir iðnnema með hliðsjón af aðalnámskrá og að gera heildstæða þjálfunaráætlun.
  • leiðbeina og meta frammistöðu og framfarir iðnnema og nýrra starfsmanna með ólíkum aðferðum.
  • útskýra og rökstyðja þjálfunaráætlanir og val aðferða við kennslu, leiðsögn og mat.
  • meta einstaklingsmun iðnnema og annarra samstarfsmanna og koma fram við þá af virðingu og nærgætni.
  • nota hvatningu, endurgjöf og hrós í leiðsögn og kennslu.
  • ígrunda og meta eigið framlag við skipulagningu, framkvæmd og mat á þjálfun annarra og endurskoða áætlanir og aðferðir ef þörf er á.
  • gera endurmenntunaráætlun sem byggir á þekkingargreiningu fyrirtækis og starfsmanna.
Námsmat
Tilkynnt á kennsluvefnum Canvas.
Lesefni
Aðalbók:Inngangur að kennslufræði fyrir verðandi Iðnmeistara
Höfundur:Davíð Schiöth Óskarsson.
Útgefandi:Iðnú
Utgáfuár:
Aðalbók:Litróf kennsluaðferðanna
Höfundur:Ingvar Sigurgeirsson
Útgefandi:Iðnú
Utgáfuár:
Kennsluaðferðir
Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og í gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir.
TungumálÍslenska
Nánari upplýsingarStjórnun, rekstur og öryggiSkyldaAI STJ10024 Einingar
Nánari upplýsingarLokaverkefniSkyldaRI LOK100612 Einingar
Nánari upplýsingarIðntölvur og skjámyndir - KælitækniSkyldaRI PLC20036 Einingar
Nánari upplýsingarRafeindatækniSkyldaRI REI10036 Einingar
Nánari upplýsingarRaforkukerfisfræði og rafvélarSkyldaRI RFR10036 Einingar
Nánari upplýsingarRaflagnahönnunSkyldaRI RLH10036 Einingar
Nánari upplýsingarEðlisfræðigrunnurValnámskeiðSG EÐL10000 Einingar
Nánari upplýsingarÍslenskugrunnurValnámskeiðSG ÍSL10000 Einingar
Haustönn/Fall 2024
Nánari upplýsingarLögfræðiSkyldaAI LOG10036 Einingar
Nánari upplýsingarReikningshaldSkyldaAI REH11036 Einingar
Nánari upplýsingarTölvustudd hönnun í Revit og AutoCadSkyldaRI HON10036 Einingar
Nánari upplýsingarLokaverkefniSkyldaRI LOK100612 Einingar
Nánari upplýsingarLýsingartækniSkyldaRI LÝR10136 Einingar
Nánari upplýsingarIðntölvustýringarSkyldaRI PLC10036 Einingar
Nánari upplýsingarRafmagnsfræðiSkyldaRI RAF10036 Einingar
Nánari upplýsingarReglunar- og kraftrafeindatækniSkyldaRI REK10036 Einingar
Nánari upplýsingarStafræn tækniSkyldaRI STA10036 Einingar
Nánari upplýsingarEnskugrunnurValnámskeiðSG ENS10000 Einingar
Nánari upplýsingarStærðfræðigrunnurValnámskeiðSG STÆ10000 Einingar